UNGA FÓLKIÐ & RÖDDIN - haustönn 2019

3 mánaða söngnám fyrir 13-15 ára

  • Miðv kl.16:00 - 17:45
  • 28. ágúst 2019
  • 1:45 klst
  • 4-5

Námið er opið öllum ungmennum 13-15 ára og er sniðið fyrir þau ungmenni sem vilja bæta söngkunnáttu sína. Í lokinn eiga þátttakendur að hafa náð betri stjórn á röddinni. Megin markmið námsins er að hver söngvari nái persónulegurm árangri og sjái framför aðallega í tæknilegum skilningi.

  • Persónuleg framför.
  • Kynnast sinni eigin rödd og skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi þegar kemur að raddbeitingu, söngstíl, úthaldi osfr.
  • Aukið sjálfstraust.
  • Sviðskrekkur, “Lærum að stjórna honum”!
  • Lagaval og tónlistarstefnur.
  • Framkoma og túlkun.

Kennt er í litlum hóp og unnið í andrúmslofti sem einkennist af trausti og hreinskilni. Þátttakendur fara í gegnum í lærdómsferli sem dregur fram styrkleika hvers og eins. Þetta krefjandi og árangursríka námskeið á að gera unglingnum kleift að nýta sér kunnáttu sína og leikni strax að því loknu.

Persónuleg framför
Unnið verður markvisst með raddbeitingu hvers einstaklings fyrir sig. Unglingurinn mun öðlast aukið vald og þekkingu á rödd sinni og gera sér betur grein fyrir þeim möguleikum sem rétt tækni bíður upp á raddlega. Þetta hefur í för með sér aukið sjálfstraust og gerir alla vinnu með röddina ánægjulega og hvetjandi.

Grundvallaratriðin þrjú
Fræðileg og hagnýt útlistun á raddsviði og raddgerð – Registerin, flaututónar og lausnir á óviljandi raddbrestum. Mikilvægi líkamlegra æfinga og kynning á “Gírunum” fjórum.

Öndun og stuðningur 
Hvaða vöðvar eru notaðir? Hvað er Stuðningur? Hverjar eru undirstöður Stuðnings? Hvar og hvernig finnum við stuðning? Hvað mikla orku notum við osfrv.!!

Sviðskrekkur 
Farið yfir hvað það fyrirbæri er og hvernig hægt er að tileinka sér aðferðir til að læra að stjórna honum!

Lagaval, framkoma og Túlkun 
Hvaða lög henta mér? Hvaða lög langar mig að syngja? Hvaða tónlistarstíll heillar mig? Hvað er ég að syngja um? Mér finnst óþægilegt að heyra “mína eigin” rödd! Hvernig á ég að standa? Má ég kannski sitja? Hvað geri ég við hendurnar? Mér finnst óþægilegt að heyra “mína eigin” rödd…Osfrv.!

Spjall, kynningar, umræður
Kennsla felur einnig í sér spjall og umræður um allar hliðar söngs sem upp koma.

Píanóleikari/Gítarleikari verður til staðar hluta námsins.

Upphaf náms:
28. ágúst 2019

Dagsetningar:
Námið stendur í 3 mánuði og er kennt á miðvikudögum frá 16:00 – 17:45.
Fjöldi Þátttakenda:
4 – 5 í hverjum hóp

Kennarar:
Kennararnir eru með reynslu sem söngvarar og eru viðurkenndir Complete Vocal Technique kennarar frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn eða eru í kennaranáminu.

Verð og greiðslutilhögun 
Námið kostar 68.400 og þarf að greiða ¼ strax við bókun í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Hægt er að nota Frístundakort/styrki!
Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst. Athugið að hægt er að skipta eftirstöðvum í 3 greiðslur!

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: info@@songsteypan.is

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ