Söngsteypan - Complete Vocal Stúdíó

var stofnaður árið 2006 af Heru Björk og var þetta fyrsti skólinn á Íslandi sem kenndi eingöngu eftir Complete Vocal Technique. Í dag er þessi söngtækni orðin vel þekkt hér á landi og hafa vel yfir 1000 söngvarar lagt leið sína í skólann og setið hin ýmsu námskeið sem hafa verið í boði.

Skólinn er fyrir söngvara, leikara og alla þá sem vilja öðlast betri skilning á röddinni sinni og er jafnt fyrir byrjendur og sturtusöngvara sem og atvinnusöngvara.

Mikil áhersla er lögð á að unnið sè í umhverfi sem er jákvætt, skapandi, lærdómsríkt og laust við alla samkeppni og samanburð. Skólinn hefur verið í sífelldri þróun frá stofnun og lagður metnaður í að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem styrkja, bæta og kæta söngvarana. ,

Allir kennarar við skólann eru sérfræðingar á sínu sviði og/eða menntaðir í CVT tækninni frá CVI í Kaupmannahöfn.


Söngsteypan slf
Kt.430720-0820
Síðumúli 35
108 Reykjavík

Söngsteypan - CVT