um cvt

Complete Vocal Technique (CVT) ​

er ein útbreiddasta söngtækni í Evrópu og er skólinn í Kaupmannahöfn (Complete Vocal Institute) orðin stærsta rannsóknarstofnun í Evrópu á sviði raddarinnar. Cathrine Sadolin hefur rannsakað röddina og þróað CVT á seinustu 30 árum og er einn fremsti sérfræðingur um mannsröddina sem heimurinn á í dag.

Þessi raddtækni hefur hlotið mikið lof á alþjóðavísu og er sett fram á skýran og skilvirkan hátt og er markmiðið að hafa skýrt tungumál um röddina og draga úr öllum þeim leyndardómum sem hafa oft fylgt söng og söngkennslu. Fær söngvarinn því skýrar leiðir til að vinna með sína rödd, ná sínum markmiðum og finna “soundið” sitt.

CVT nær yfir öll möguleg hljóð og tónlistarstefnur og er hægt að nýta allt frá klassískum söng til dauðarokks. Það er hægt að framkalla öll hljóð á heilbrigðan hátt og hefur CVI fengið mikla athygli fyrir rannsóknir á effektum og hafa rannsóknarniðurstöður þeirra sýnt fram á að hægt er að framkalla grófa effekta á heilbrigðan hátt.

Bókin um “Complete Vocal Technique” kom fyrst út árið 2000 og hefur síðan verið hálfgerð bibilía fyrir marga söngvara og raddþjálfara. 

Hægt er að kynna sér betur tæknina hér

hægt er að nálgast Complete Vocal Technique appið hér fyrir Android og IOS hér.

Complete Vocal tæknin