Sumarnámskeið í söng - sumar 2019

4 daga námskeið

  • fimmtud - sunnud.
  • 13. júní 2019
  • 16 klst
  • 8-10

Námskeiðið er sniðið fyrir alla þá sem vilja bæta söngkunnáttu sína. Það er opið öllum þeim sem vilja bæta sig í söng, rythmískum sem klassískum, 18 ára og eldri. í lokinn munu þátttakendur hafa náð betri stjórn á röddinni. Megin markmið námskeiðisins er að hver söngvari nái persónulegum árangri og sjái framför aðallega í tæknilegum skilningi og geti nýtt sér á sínum vettvangi.

Nemendum er kennt í hóp og er unnið í andrúmslofti sem einkennist af trausti og hreinskilni. Þátttakendur munu deila með sér ítarlegri þekkingu og reynslu í lærdómsferli sem dregur fram listræna styrkleika og veikleika hvers og eins. Þetta krefjandi og árangursríka námskeið gerir söngvaranum kleift að nýta sér kunnáttu sína og leikni strax að því loknu.

Röddin:
Nákvæm útlistun á “tækjabúnaði” raddarinnar og mikilvægi þess að halda opnum hálsi. Nákvæm staðsetning textaframburðar. Staða munns í mismunandi tónhæð. Meginreglur fyrir mismunandi nálgun við uphaf og lok tóna. Viðurkenning á mismunandi hljóðstyrk raddarinnar og heilbrigðri framsetningu hljóðs.

Grundvallaratriðin þrjú:
Complete Vocal Technique felur í sér að læra “Grundvallaratriðin þrjú” og “Leiðirnar fjórar”: Neutral, Curbing, Overdrive og Edge. Fræðileg og hagnýt útlistun á raddsviði og raddgerð.

Öndun og stuðningur:
Hvað er stuðningur? Hvaða skilning leggjum við í stuðning, hverjar eru undirstöður stuðnings, hvar og hvernig finnum við stuðning, hversu mikla orku notum við!

Persónuleg framför:
Unnið er markvisst með tækni og rödd hvers einstaklings fyrir sig. Þú munt öðlast aukið vald og þekkingu á röddinni og gera þér betur grein fyrir þeim möguleikum sem rétt tækni bíður upp á raddlega og hvernig á að bregðast við vandamálum í söng.

Upphaf náms:
13.-16.júní 2019

Dagsetningar:
Kennt í fjóra daga.
Fimmtudag og föstudag kl.18:00 – 22:00
Laugardag og sunnudag kl.11:00 – 14:00

Fjöldi Þátttakenda:
8 – 10 manns á námskeiði.

Kennarar:
Kennararnir eru viðurkenndir Complete Vocal Technique kennarar frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og allir með reynslu sem söngvarar og raddþjálfarar.

Verð og greiðslutilhögun:
Kr.47.900
Við bókun greiðist 15.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Hægt er að skipta greiðslu í 2-3 skipti.

Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: INFO@SONGSTEYPAN.IS