SUMARNÁMSKEIÐ Í SÖNG

Örnámskeið

Sumarnámskeið í söng er tilvalið fyrir 18 ára og eldri sem vilja bæta söngkunnáttu sína og vilja dýfa tánum í Complete Vocal söngtæknina.  Meginmarkmið námsins er að hver söngvari nái persónulegum árangri og sjái framför aðallega í tæknilegum skilningi og geti nýtt sér á sínum vettvangi. Námið er tilvalið bæði fyrir sturtusöngvara sem og lengra komna.

Lögð er áhersla á persónulega framför söngvarans, að læra betur á hljóðfærið sem röddin er, kunnáttu á röddinni og algeng vandamál í söng.
Á fyrsta kvöldinu er fyrirlestur um Complete Vocal tæknina og möguleikarnir sem eru í boði með henni. Hin þrjú kvöldin er svokallaður Masterclass, þar sem hver nemandi fær 18-25 mínútur með kennara og undirleikara og vinnur með það sem hann vill. Nemendur velja sjálfir þau lög sem þeir vilja syngja og vinna í.

Röddin:
Nákvæm útlistun á “tækjabúnaði” raddarinnar og mikilvægi þess að halda opnum hálsi.  Nákvæm staðsetning textaframburðar. Staða munns í mismunandi tónhæð. Meginreglur fyrir
mismunandi nálgun við uphaf og lok tóna. Viðurkenning á mismunandi hljóðstyrk raddarinnar og heilbrigðri framsetningu hljóðs.
Öndun og stuðningur:
Hvað er stuðningur? Hvaða skilning leggjum við í stuðning, hverjar eru undirstöður stuðnings, hvar og hvernig finnum við stuðning, hversu mikla orku notum við!
Persónuleg framför söngvarans/leikarans:
Unnið er markvisst með tækni og rödd hvers einstaklings fyrir sig. Söngvarinn mun öðlast aukið vald og þekkingu á rödd sinni og gera sér betur grein fyrir þeim möguleikum sem rétt tækni bíður upp á raddlega og hvernig á að bregðast við vandamálum í söng.
Grundvallaratriðin þrjú:
Nám í “Complete Vocal Technique” felur í sér að læra “Grundvallaratriðin þrjú” og “Leiðirnar fjórar”: Neutral, Curbing, Overdrive og Edge.
Fræðileg og hagnýt útlistun á raddsviði og raddgerð.

Námskeiðið er haldið 23.-26.ágúst kl.18:00 – 22:00 í HÁS Sköpunarsetri, Síðumúla 35.
Fjöldi Þátttakenda:
8 – 10 í hverjum hóp
Kennarar:
Kennararnir eru viðurkenndir Complete Vocal Technique kennarar frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og
allir með reynslu sem söngvarar og raddþjálfarar.
Verð og greiðslutilhögun:
Námið kostar 39.900 kr.
Við bókun greiðist 10.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.  Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!
Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: info@songsteypan.is