Við höfum mikinn metnað fyrir að bjóða upp á umhverfi sem tónlistarfólk getur hist, myndað tengsl og nota tímann til að semja og þroskast sem höfundar.
Þess vegna bjóðum við upp á okkar fyrstu lagasmíðahelgi þann 18.-20.janúar 2019.
Hún mun fara fram í Vatnsholti, rétt fyrir utan Selfoss.

Kennari er Birgir Örn Steinarsson eða Biggi í Maus eins og við þekkjum hann, laga-texta- og handritshöfundur. Honum til stuðnings verða viðurkenndir Complete Vocal Technique kennarar frá Söngsteypunni.

Það er 10 pláss í boði og kostar helgin kr.50.000. Innifalið í verðinu er matur og gisting.

Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á www.songsteypan.is/namskeid

Fyrstir koma, fyrstir fá – Við hlökkum gríðarlega mikið til!!

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin