SÖNGUR & SJÁLFSTRAUST - Haust 2021

3 mánaða framhald

Námið er sniðið fyrir alla þá sem vilja bæta söngkunnáttu sína enn betur og hafa áður verið í CVT námi eða sambærilegu hér eða erlendis. Námið er opið jafnt rytmískum sem og klassískum söngvurum. Meginmarkmið námsins er að söngvarinn nái persónulegum árangri, nái enn betri stjórn á röddinni og vinni markvist í því að byggja undir sjálfstraustið með hnitmiðuðum æfingum.

  • Persónuleg framför söngvarans og sjálfsefling í söng
  • Áframhaldandi vinna með CVT tæknina
  • Draumar og markmið, hvert stefni ég?
  • Gildin
  • Sviðskrekkur / Sjálfstraust
  • Stúdíóvinna

Nemendum verður kennt í hópum og unnið er í andrúmslofti sem einkennist af trausti og hreinskilni. Þátttakendur munu deila með sér ítarlegri þekkingu og reynslu í lærdómsferli sem dregur fram listræna styrkleika og veikleika hvers og eins. Þetta krefjandi og árangursríka námskeið gerir söngvaranum kleift að nýta sér kunnáttu sína og leikni strax að því loknu.

Persónuleg framför  & sjálfsefling 
Unnið verður markvisst með tækni og listfengi hvers einstaklings fyrir sig. Söngvarinn mun öðlast aukið vald og þekkingu á rödd sinni og gera sér betur grein fyrir þeim möguleikum sem rétt tækni bíður upp á raddlega og hvernig á að bregðast við vandamálum í söng.

Sjálfsnám
Rík áhersla er lögð á sjálfsnám þ.e.a.s. söngvarinn ákveður sjálfur hvaða atriði skal vinna með til að ná settu markmiði.

Markmiðasetning
Hvert stefni ég? Hver er ég? Hvað vil ég?
Hverju trúi ég? Hver er ástríðan mín? Í hverju er ég frábær? 
Hvert langar mig að fara? Hvað vil ég gera með mína rödd?
Hvenær líður mér best?

Gildin
Andlegur undirbúningur fyrir framtíðina.
Hindranir og leiðir til að yfirstíga þær.
Styrkleikar & veikleikar.

Sviðsskrekkur/Sjálfstraust
Óttinn við óttann.
Frammistöðukvíði & fullkomnunarárátta.
Máttur neikvæðra og jákvæðra orða.

Vinna í stúdíói
Þátttakendur fara í stúdíó, taka upp lag með píanóundirleik og fylgjast með hvernig sú vinna fer fram. Fá afhent DEMO með sínum söng í lok námskeiðs.

Undirleikur
Undirleikari verður til staðar í öllum Masteclössum.

Upphaf náms: 
21. september 2021.

Dagsetningar: 
Kennt annan hvern þriðjudag og miðvikudag (í sömu viku) í 4 tíma í senn frá 
kl.18:00 – 22:00, samtals 48 kennslustundir.

Fjöldi Þátttakenda:
8 – 10 í hverjum hóp

Kennarar: 
Kennararnir eru viðurkenndir Complete Vocal Technique kennarar frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Allir með reynslu sem söngvarar og raddþjálfarar.

Verð & greiðslutilhögun
Námið kostar 139.900 kr.
Við bókun greiðist 30.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst! 
Hægt að skipta í 2-3 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt

Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.

*Allar ítarlegri upplýsingar í síma 699-4463 eða email: info@songsteypan.is

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ