söngur & sköpun - sumarnámskeið

fyrir 5-7 bekk (11-13 ára)

Námskeiðið SÖNGUR OG SKÖPUN er fyrir skapandi krakka og unglinga. Á námskeiðinu verður farið í hina ýmsu söngstíla, við kynnum fyrir krökkunum alls konar raddstíla og leyfum þeim að prófa. Farið verður í lagasmíðar, textasmíðar, hlutverkaleiki, framkomu og túlkun. Mikil áhersla verður lögð á söng- og sköpunargleðina og virðingu fyrir verkum okkar og annarra. Á námskeiðinu vinna þáttakendur lag og texta útfrá eigin hugmyndum í samstarfi við kennarana. Afraksturinn verður fluttur fyrir aðstandendur í lok námskeiðs.

Dagsetningar:
12-15 ágúst frá kl. 9:00 – 13:00

Fjöldi Þátttakenda:
8 – 10 í hverjum hóp

Kennarar:
Kennararnir eru viðurkenndir Complete Vocal Technique kennarar frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og allir með reynslu sem söngvarar, leikarar og raddþjálfarar. Gestakennarar eru reynt tónlistarfólk úr bransanum.

Verð og greiðslutilhögun:
Námskeiðið kostar kr.45.900.
Staðfestingargjald er kr. 15.000 sem er óendurkræft. Hægt að skipta rest í 1-2 greiðslum.

Því miður er ekki hægt að taka við frístundakortum og tómstundastyrkjum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á sumarnámskeið Söngsteypunnar, þar sem það stríðir gegn reglum varðandi notkun styrkjanna.

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: INFO@SONGSTEYPAN.IS