söngur FYRIR SKÍTHRÆDDA

25 ára og eldri

Námskeiðið er fyrir þá sem þrá það eitt að syngja en fyrir einhverja hluta sakir hræðast það meira en allt, 25 ára og eldri.
Söngur er mjög mikilvægur fyrir geðheilsuna og það má ekki fara ósunginn í gegnum lífið. Við trúum því að allir geti lært að syngja og að andleg heilsa batni við það að syngja. Kennt er í hóp, því við viljum stíga inn í óttann og gera það saman. Unnið verður með CVT söngtækni og sjálftraust.
Hættu að kæla – komdu að væla. 

Dagsetningar:
24-26. nóvember​ 2020

Fjöldi þáttakenda:
10-12 manns

Kennari:
Kennarar á námskeiðinu eru Hera Björk og Aldís Fjóla, söngkonur og CVT kennarar. Undirleikari verður til staðar hluta af námskeiðinu.

Verð og greiðslutilhögun:
36.900 kr. 
Við bókun greiðist 15.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Hægt er að skipta greiðslu í 2-3 skipti. 

Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.
*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: INFO@SONGSTEYPAN.IS