Þú bjóst til tónlist - Hvað svo?

4 vikna námskeið

Þetta námskeið er tilvalið fyrir tónlistarfólk 18 ára og eldra sem vilja ná betri tökum á því hver þeirra sérstaða er sem listamaður, markaðssetningu á sinni listsköpun, hvernig skal finna sinn markhóp og margt fleira.

Markmið námskeiðsins er að listafólki  labbi út með skýrari mynd af því hver þau eru, hverju þau standa fyrir, hvernig þau tjái sig út á við, finna sinn markhóp og sess í bransanum. Kynnt verða tól og leiðir til þess að koma sér á framfæri, hvernig maður finnur sína sérstöðu á markaðnum, hvernig hægt er að nýtt þér samfélagsmiðla til að ná til nýs áheyrendahóps, hvernig skal hafa samband við fjölmiðla, hvar eru þínir kostir og hvað er það sem þú þarft aðstoð við og fleira. Einnig verður farið í sjálfstraust, sviðskrekk, viðtalstækni, virði þitt, umræður um peninga og margt annað til að byggja upp þitt sjálfstraust sem tónlistarmaður.

 

Dagsetningar námskeiðs: Þriðjudagar 7.,14.,21.og 28.júní

Tímasetning: 18:00 – 20:30

Fjöldi Þátttakenda: 8 – 15 manns

Kennari: Anna Jóna Dungal, tónlistarbransaráðgjafi & Aldís Fjóla, tónlistarkona og music coach

Verð og greiðslutilhögun

Námið kostar 49.900 krónur

Við bókun greiðist 15.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.

Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!

Hægt að skipta í 2 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt sé það valið í greiðsluferli.

Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum. Athugið að ekki er hægt að fá kvittun fyrir námskeiðinu fyrr en það er fullgreitt.

Nánari upplýsingar hjá Aldísi Fjólu í síma 699-4463 eða aldis@songsteypan.is

kr.49.900