SÖNGUR FYRIR SKÍTHRÆDDA

3 dagar

Námskeiðið er fyrir þá sem þrá það eitt að syngja en fyrir einhverja hluta sakir hræðast það meira en allt, 20 ára og eldri.

Námskeiðið er sniðið fyrir þau sem vilja syngja meira í sturtunni, heima eða hvar sem þér dettur í hug, en þora því ekki fyrir einhverjar sakir.

Fyrsta dag námskeiðsins verður fyrirlestur um sviðskrekk, kvíða og af hverju við höldum aftur að okkur þegar við elskum að syngja. Einnig verður talað um Complete Vocal tæknina sem við notum í söngkennslu. Seinni tvo dagana verða svokallaðir Masterclassar, þar sem hver nemandi fær 20-25 mínútur með kennara í að syngja og vinna við það sem hann við vinna við.

Námskeiðið er dagana 31.maí, 1.júní og 2.júni kl.18:00 – 21/22:00 (fer eftir þátttöku)

Námið kostar 33.900 krónur

Við bókun greiðist 12.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.

Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!

Hægt að skipta í 2 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt sé það valið í greiðsluferli.

Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum. Athugið að ekki er hægt að fá kvittun fyrir námskeiðinu fyrr en það er fullgreitt.

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: info@songsteypan.is

kr.33.900