SÖNGUR OG CVT - HAUST 2022

3 MÁNAÐA GRUNNNÁMSKEIÐ

Grunnnámskeiðið SÖNGUR OG CVT  er sniðið fyrir öll þau 18 ára og eldri sem hafa gaman að því að syngja og vilja bæta söngkunnáttu sína. Námskeiðið er opið öllum stílum, allt frá klassík upp í rokk.

  • Persónuleg framför söngvarans.
  • Öðlast praktíska þekkingu og kunnáttu á röddinni og söngtækni.
  • Algeng vandamálí söng
  • Markmiðasetning og sjálfsefling.
  • Raddvandamál þ.e.s.s. hæsi, hnútar osfrv. Fyrirbyggjandi aðgerðir
  • Túlkun og framkoma

Nemendum er kennt í hóp og er unnið í andrúmslofti sem einkennist af trausti og hreinskilni. Þátttakendur munu deila með sér ítarlegri þekkingu og reynslu í lærdómsferli sem dregur fram listræna styrkleika og veikleika hvers og eins. Þetta krefjandi og árangursríka námskeið gerir söngvaranum kleift að nýta sér kunnáttu sína og leikni strax að því loknu.

Röddin
Nákvæm útlistun á “tækjabúnaði” raddarinnar og mikilvægi þess að halda opnum hálsi. Nákvæm staðsetning textaframburðar. Staða munns í mismunandi tónhæð. Meginreglur fyrir mismunandi nálgun við uphaf og lok tóna. Viðurkenning á mismunandi hljóðstyrk raddarinnar og heilbrigðri framsetningu hljóðs.

Öndun og stuðningur
Hvað er stuðningur? Hvaða skilning leggjum við í stuðning, hverjar eru undirstöður stuðnings, hvar og hvernig finnum við stuðning, hversu mikla orku notum við!

Persónuleg framför söngvarans/leikarans
Unnið er markvisst með tækni og rödd hvers einstaklings fyrir sig. Söngvarinn mun öðlast aukið vald og þekkingu á rödd sinni og gera sér betur grein fyrir þeim möguleikum sem rétt tækni bíður upp á raddlega og hvernig á að bregðast við vandamálum í söng.

Grundvallaratriðin þrjú
Nám í “Complete Vocal Technique” felur í sér að læra “Grundvallaratriðin þrjú” og “Leiðirnar fjórar”: Neutral, Curbing, Overdrive og Edge. Fræðileg og hagnýt útlistun á raddsviði og raddgerð – Registerin, flaututónar og lausnir á óviljandi raddbrestum. Skerpum á hlustun og greiningu og mikilvægi líkamlegra æfinga fyrir röddina. Einnig er unnið með “Lit raddarinnar” og “Effektana”.

Tónlistarleg og listræn nálgun við söng – framkoma
Tæknin á að auðvelda og greiða leið skilaboðanna í laginu. Þar af leiðandi er vinna við túlkun og framkomu stór hluti af náminu og skerpir á listfengi og öryggi hvers og eins fyrir sig. Við förum í atriði eins og “Óþægindi við að heyra sína eigin rödd”, tölum um sviðskrekk og stress og förum í markmiðavinnu þar sem hver og einn skoðar sínar væntingar, drauma og markmið varðandi sönginn.

Spjall, umræður & heimavinna
Kennsla felur einnig í sér spjall og umræður um tilfinningalegu hliðina á söng. Lögð er rík áhersla á sjálfsnám á milli tíma þ.e.a.s. söngvarinn ákveður sjálfur hvaða atriði hann/hún vill vinna með, hvernig nálgast skal viðfangsefnið og ná settu markmiði.

Undirleikur
Undirleikari verður til staðar hluta námsins!

Upphaf náms:
13.september 2022

Lok náms:
24.nóvember 2022

Dagsetningar:
Kennt annan hvern þriðjudag og fimmtudag (í sömu viku) í 4 tíma í senn frá
kl.18:00 – 22:00, samtals 48 kennslustundir.

Fjöldi Þátttakenda:
8 – 12 í hverjum hóp

Kennarar:
Kennararnir eru viðurkenndir Complete Vocal Technique kennarar frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og allir með reynslu sem söngvarar og raddþjálfarar.

Verð og greiðslutilhögun
Námið kostar 145.900 kr.
Við bókun greiðist 50.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!
Hægt að skipta í 2-3 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt sé það valið í greiðsluferli.

Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum. Athugið að ekki er hægt að fá kvittun fyrir námskeiðinu fyrr en það er fullgreitt.

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: info@songsteypan.is

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ

kr.145.900