Lagasmíðar í Ensku húsunum

Fjögurra daga lagasmíðabúðir

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja gefa sér tíma í að skapa og semja, fá fræðslu um lagasmíðar og hugmyndavinnu, kynnast öðru tónlistarfólki og fá innsýn í heim og möguleika lagasmíða fyrir þig og aðra listamenn.

Fjögurra daga lagasmíðabúðir þar sem lögð er áhersla á bæði kennslu jafnt og sköpun.

Hver dagur byrjar á 90 mínútna fyrirlestri um lagasmíðar, hugmyndavinnu og sköpun.

Þátttakendum er síðan skipt upp í 2-3 manna hópa og markmið hvers dags er að semja lag frá grunni. Kennararnir heimsækja svo alla hópa reglulega yfir daginn og gefa ráð og hjálpa hópunum að sínu markmiði. Að kvöldi skilar hver hópur inn demó af sínu lagi og svo er haldið hlustunar”session” þar sem öll lög dagsins eru spiluð fyrir alla þátttakendur. Næsta dag eru síðan nýir hópar, þannig að hver aðili verður í þremur hópum yfir námskeiðið og stækkar þannig tengslanetið sitt um muna.

Lagasmíðabúðirnar eru haldnar í samstarfi við Gleymmérei Music og styrktar af STEF.

Upphaf náms
Lagasmíðabúðirnar verða 18.-21.nóvember 2021
Byrjað verður fimmtudaginn klukkan 10:00 og endar á sunnudegi kl.16:00.

Fjöldi Þátttakenda:
12 sæti eru á námskeiðinu.

Kennarar:
Hildur Kristín tónlistarkona og upptökustjóri
Anna Jóna Dungal tónlistarbransaráðgjafi
Aldís Fjóla tónlistarkona og CVT kennari

Verð & greiðslutilhögun

Námskeiðið kostar kr. 89.900
Innifalið í verðinu er:
– Kennsla og leiðsögn kennara.
– Gisting í Ensku húsunum við Langá, Borgarnesi í þrjár nætur. Sjá nánar: https://enskuhusin.is/is/
– Morgun-, hádegis- og kvöldmatur ásamt hressingu í fjóra daga.

ATH! Ferðakostnaður er ekki innifalinn.

Við bókun greiðist kr.25.000 í staðfestingargjald sem er óendurkræft.

Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!

Hægt er að skipta greiðslum í tvö skipti eftir staðfestingargjald.

Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: info@songsteypan.is

kr.89.900