Námskeiðið hentar fyrir 18 ára og eldri sem vilja fá aðstoð við að setja upp, vinna og taka upp í heimastúdíói með lausnamiðuðum og markvissum hætti. Öll heimastúdíóforrit eru velkomin á námskeiðið og farið er almennt yfir ferlið burtséð frá því hvaða forrit er notað, því öll eru þau svipuð.
Námskeiðið er í fjórar vikur og miðar við að í lokin verði komin eitt demó frá hverjum þátttakanda sem þau geta síðan unnið betur. Áhersla er lögð á sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð sem geta hjálpað við þegar tónlistarfólk lendir í blokkeringum. Einnig er tekið á vinnuflæði, hvernig á að gera demó skref fyrir skref og einkatímar með kennara í hverri viku þar sem hægt er að tala um á hvaða stað hver þáttakandi er og hvað hjálpar þeim að halda áfram.
Á námskeiðinu verður meðal annars farið í:
Tæknimál á mannamáli
– hvaða búnaður skiptir máli í stúdíóinu, hvernig stúdíóið er tengt saman og hvað þarf að passa upp á
* Að komast í gott flæði í tónsmíðum og upptökum
* Midi vs audio upptökur
* Grunnþekking á „plugins“ og effektum
* Tækni við raddupptökur
* Að nota „samples“
* Að búa til takt frá grunni
* Æfingar í tónsmíðum og útsetningum
Dagsetningar námskeiðs: Miðvikudagarnir 8.,15.,22 og 29.júní kl.18:00 – 20:00
Fjöldi Þátttakenda:
8 – 12 manns
Kennari: Hildur Kristín, lagahöfundur og pródúser.
Verð og greiðslutilhögun
Námið kostar 49.900 krónur
Við bókun greiðist 15.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!
Hægt að skipta í 2 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt sé það valið í greiðsluferli.
Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum. Athugið að ekki er hægt að fá kvittun fyrir námskeiðinu fyrr en það er fullgreitt.
*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: aldis@songsteypan.is
kr.49.900