FRÁ HUGMYND AÐ "DEMÓI"

6 vikna námskeið

Námskeiðið er sniðið fyrir þau sem eru með lagahugmyndir en vantar aðstoð til að koma þeim á fast form. Notast er við forritið Studio One á námskeiðinu.

  • Markmiðið er að hvernig þú getir komið lagasmíðunum þínum á fast fom með því að setja upp heimastúdíó og tekið hana þannig lengra í útsetningaferli.  
  • Farið verður í að setja upp heimastúdíó, sýnt hvernig þú getur notað midi hljómborð og míkrafóna til að taka upp hljóðfæri og söng, farið vel yfir allskonar forrit sem til eru sem hjálpa okkur við sköpun og útsetningar og meira til. 
  • Notast verður við forritið Studio One, sem hentar bæði fyrir Pc og Mac tölvur. Þeir sem ekki eiga forritið geta leigt það á vægu verði meðan námskeiði stendur í gengum þessa heimasíðu: https://sphere.presonus.com/signup?fbclid=IwAR05zcFVZkNfKEtxSKx5oz6w6YXwsEwEP5vOqc6J1O56AappXqVzMaJW0Yc

Upphaf náms: 15.febrúar 2022

Dagsetningar: 

Kennt alla þriðjudaga í sex vikur kl.17:30 – 19:30, samtals 12 tíma. Auk þess er einn einkatími með kennara sem verður ákveðinn í samráði við hann. 

ATH! Námskeiðið fer fram á Krókhálsi 6, 3.hæð, í Stúdíó Nice Productions. 

Fjöldi Þátttakenda:

6 þátttakendur í hverjum hóp

Kennarar: 

Kennari er Vignir Snær Vigfússon, upptökustjóri. 

Verð og greiðslutilhögun

Námskeiðið kostar 79.900 krónur

Við bókun greiðist 20.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.

Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst! 

Hægt að skipta í 2-3 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt

Endilega skoðið styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.

kr.79.900