CVT MASTERCLASS

3 mánaða námskeið

“CVT – Masterclass” er sniðið fyrir alla þá sem hafa lokið námskeiðinu „Söngur & CVT “ hjá Söngsteypunni eða sambærilegu námi í Complete Vocal tækninni og vilja bæta söngkunnáttu sína enn frekar með því að mæta reglulega og syngja og nördast.  Í lokin munu þátttakendur kunna betur á hljóðfærið sitt sem röddin er og er markmiðið að hver söngvari nái persónulegum árangri og sjái framför í tæknilegum og listrænum skilningi og geti nýtt sér á sínum vettvangi.

Markmið námskeiðs og áherslur: 

• Persónuleg framför söngvarans.
• Öðlast praktíska þekkingu og kunnáttu á röddinni og söngtækni.
• „Density“ tækni innan gíranna

Áskorun frá kennurum:

• „Effektar“ og raddlitur.
• Áframhaldandi Túlkun og framkoma
• Míkrafóntækni
• Spuni og „frjáls aðferð“ í lögum.

Nemendum er kennt í hóp og er unnið í andrúmslofti sem einkennist af trausti og hreinskilni. Þátttakendur munu deila með sér ítarlegri þekkingu og reynslu í lærdómsferli sem dregur fram listræna styrkleika og veikleika hvers og eins. Þetta krefjandi og árangursríka námskeið gerir söngvaranum kleift að nýta sér kunnáttu sína og leikni strax að því loknu.

Persónuleg framför & sjálfsefling 
Farið verður dýpra í CVT tæknina, effekta, raddlit, spuna og „density“. Söngvarinn mun öðlast aukið vald og þekkingu á rödd sinni og gera sér betur grein fyrir þeim möguleikum sem rétt tækni bíður upp á raddlega og hvernig á að bregðast við vandamálum í söng.

Sjálfsnám
Rík áhersla er lögð á sjálfsnám þ.e.a.s. söngvarinn ákveður sjálfur hvaða atriði skal vinna með til að ná settu markmiði.

Undirleikur

Undirleikari verður til staðar í flestöllum Masterclössum, í öðrum verður rafrænn undirleikur.

Upphaf náms:
17.janúar 2022

Dagsetningar:
Kennt annan hvern mánudag og miðvikudag (í sömu viku) í 4 tíma í senn frá
kl.18:00 – 22:00, samtals 48 kennslustundir.

Fjöldi Þátttakenda:
8 – 10 í hverjum hóp

Kennarar: 
Kennararnir eru viðurkenndir Complete Vocal Technique kennarar frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og allir með reynslu sem söngvarar og raddþjálfarar.

Verð og greiðslutilhögun:
Námið kostar 134.900 kr.
Við bókun greiðist 30.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!
Hægt að skipta í 2-3 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt
Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: INFO@SONGSTEYPAN.IS

kr.134.900