Námið er sniðið fyrir alla þá sem vilja setja stefnuna á að þróa sig áfram sem tónlistarfólk og vilja opna fyrir listasköpun sína á sviði tónlistar og ná betur utan um allt sem fylgir því að starfa á þessum vettvangi.
Hvað er Artist development?
Námið
Þetta nám er opið öllum þeim sem vilja þróa sig áfram sem tónlistarfólk, jafnt rytmískum sem og klassískum söngvurum, leikurum og öðrum þeim sem vilja vinna í tónlist.
Í þessu námi er markmiðið að virkja sköpunarkraftinn, laga- og textasmiðinn, skipuleggjandann, söngvarann og persónuna saman í einn og sama tónlistarmanninn. Meginmarkmið námsins er að tónlistarfólk nái persónulegum árangri, kynnist tónsmíðum, markaðssetningu hérlendis og erlendis, stúdíóvinnu, styrkumsóknum, vinni markvisst í því að byggja upp sjálfstraust og tónlistarsköpun með hnitmiðaðri vinnu & nái enn betri stjórn á röddinni sem hljóðfæri.
Kennt verður hópum og unnið er í andrúmslofti sem einkennist af trausti og hreinskilni. Þátttakendur munu í sameiningu öðlast ítarlega þekkingu og reynslu og draga fram listræna styrkleika og veikleika hvers og eins. Þetta krefjandi og árangursríka nám gerir einstaklingnum kleift að nýta sér kunnáttu sína strax að því loknu og hefja vegferð sína inn á tónlistarmarkaðinn.
Markmið
Kennarar eru viðurkenndir Complete Vocal Technique kennarar frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn með margra ára reynslu sem söngvarar og raddþjálfarar. Aðrir kennarar eru meðal annars þekktir texta-og lagahöfundar, tónlistarbransaráðgjafar, upptökustjórar, hljóðfólk, sálfræðingar og annað fagfólk sem tengist inn í tónlist.
Upptaka & vinna í hljóðveri
Þátttakendur fara í stúdíó með fjögurra manna hljómsveit, taka upp demó af sínu lagi og fylgjast með hvernig sú vinna fer fram. Að námi loknu fá þátttakendur upptökuna í hendur. Upptökustjóri er Vignir Snær, lagahöfundur & tónlistarmaður.
Vísindaferðir
Förum og kynnum okkur starfsemi fyrirtækja sem starfa í tónlistarbransanum og heimsækjum m.a. STEF og Rás 2.
Gestafyrirlesarar
Við fáum til okkar tónlistarfólk sem hafa getir sér góðs orðs sem laga- og textahöfundar og flytjendur. Þau muni deila með okkur sinni reynslu og segja frá sinni upplifun af bransanum.
Lokatónleikar
Í lokin verður fagnað með útskriftartónleikum og almennum gleðskap þar sem þátttakendur stíga á stokk og flytja sín lög í bland við tökulög.
Undirleikur
Undirleikari verður til staðar í flestum Masterclass tímum og í öðrum verður rafrænt undirspil.
Upphaf náms: 16.september 2022
Dagsetningar
Kennt helgarnar:
Kennt er föstudaga klukkan 17 – 21 og laugardaga og sunnudaga frá 11:00 – 17:00.
Fjöldi Þátttakenda:
10 – 12 í hverjum hóp
Verð & greiðslutilhögun
Námið kostar 450.000 kr.
Við bókun greiðist kr.55.000 í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!
Hægt að skipta í allt að 12 greiðslur sé það valið í greiðsluferli.
Við hvetjum alla til að athuga með styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum. Athugið að ekki er hægt að fá kvittun fyrir námskeiðinu fyrr en það er fullgreitt.
*Allar ítarlegri upplýsingar veitir Aldís Fjóla í s. 699-4463 eða með því að senda póst á: aldis@songsteypan.is
kr.450.000