Lengri og styttri

Námskeið í boði

Helgarnámskeið í söng, Reykjavík
kr.29.900
Helgarnámskeið í söng er sniðið fyrir öll þau sem vilja bæta söngkunnáttu sína og læra betur á hljóðfærið sitt, sem er röddin. Námskeiðið er opin öllum þeim, 18 ára og eldri, sem finnst gaman að syngja, burtséð frá reynslu eða markmiðum. Allar tónlistarstefnur eru velkomnar! Meginmarkmið námskeiðsins er að hver söngvari nái persónulegum árangri og sjái framför aðallega í tæknilegum skilningi og geti nýtt sér á sínum vettvangi.
Lagasmíðar í Ensku húsunum
kr.89.900
Fjögurra daga lagasmíðabúðir þar sem lögð er áhersla á bæði kennslu jafnt og sköpun. Hver dagur byrjar á 90 mínútna fyrirlestri um lagasmíðar, hugmyndavinnu og sköpun. Þátttakendum er síðan skipt upp í 2-3 manna hópa og markmið hvers dags er að semja lag frá grunni. Kennararnir heimsækja svo alla hópa reglulega yfir daginn og gefa ráð og hjálpa hópunum að sínu markmiði. Að kvöldi skilar hver hópur inn demó af sínu lagi og svo er haldið hlustunar”session” þar sem öll lög dagsins eru spiluð fyrir alla þátttakendur. Næsta dag eru síðan nýir hópar, þannig að hver aðili verður í þremur hópum yfir námskeiðið og stækkar þannig tengslanetið sitt um muna.
SÖNGUR OG CVT
kr.134.900
Námið “Söngur & CVT“ er sniðið fyrir alla þá sem vilja bæta söngkunnáttu sína. Kúrsinn er opin jafnt rytmískum sem og klassískum söngvurum / leikurum 18 ára og eldri. í lokinn munu þátttakendur hafa náð betri stjórn á röddinni. Megin markmið námsins er að hver söngvari nái persónulegum árangri og sjái framför aðallega í tæknilegum skilningi og geti nýtt sér á sínum vettvangi.
SAMSTEYPAN 2022
kr.389.000
Tveggja anna nám í 7 lotum Námið er sniðið fyrir alla þá sem vilja setja stefnuna á að þróa sig áfram sem tónlistarmenn og vilja opna fyrir listasköpun sína á sviði tónlistar og ná betur utan um allt sem fylgir því að starfa á þessum vettvangi.
CVT MASTERCLASS
kr.134.900
“CVT – Masterclass” er sniðið fyrir alla þá sem hafa lokið námskeiðinu „Söngur & CVT “ hjá Söngsteypunni eða sambærilegu námi í Complete Vocal tækninni og vilja bæta söngkunnáttu sína enn frekar.  Í lokin munu þátttakendur kunna betur á hljóðfærið sitt sem röddin er og er markmiðið að hver söngvari nái persónulegum árangri og sjái framför í tæknilegum og listrænum skilningi og geti nýtt sér á sínum vettvangi.

Gefðu söng að gjöf

Það sem aðrir hafa að segja um okkur

CVT Námskeið - landsbyggð

Viltu fá okkur með námskeið í þína heimabyggð? Endilega hafðu samband við okkur á info@songsteypan.is eða í síma 699-4463 og við skipuleggjum námskeið í sameiningu.

Pakki 1

2 daga námskeið

Fyrirkomulag námskeiðs:
Innifalið í verði er kennsla í 2 daga frá kl: 10-17 og flug og gisting fyrir kennara.
Námskeiðshaldari í heimabyggð sér um húsnæði fyrir námskeið, finna undirleikara og rukka inn á námskeið.

Verð kr.250.000

Pakki 2

2 daga námskeið

Fyrirkomulag námskeiðs:
Innifalið í verði er kennsla í tvo daga 10-17.
Námskeiðshaldari í heimabyggð sér um flug/bensínkostnað, húsnæði fyrir námskeið, undirleikara, gistingu fyrir kennara og að rukka inn á námskeið.

Verð kr.180.000

Vantar þig frekari upplysingar

Hentu á okkur línu