Nýjasta námið hjá okkur heitir Samsteypan og er lotubundið 1 árs nám. Þar fórum við “all in” í það að þróa og prófa okkur áfram með draumanámið sem að okkar mati hefur vantað í flóruna hingað til.

í Samsteypunni erum við með mjög einbeittan brotavilja í því að sjóða saman söngvaranum, laga og/eða textahöfundinum, skemmtikraftinum og persónunni í eina heild. Þetta er kennt í 7 helgarlotum og hentar mjög vel fyrir þá sem vilja taka næsta skref og fara að vinna að eigin tónlist/textasmíð og þróa & móta sjálfan sig í tónlistinni.

Í Samsteypunni erum við með fjölbreytta kennaraflóru sem samanstendur af CVT kennurum, laga- og textahöfundum, frammistöðu og framkomuþjálfurum og sálfræðingum. Þar að auki kemur fagfólk úr tónlistarbransanum hérlendis og erlendis frá og heldur fyrirlestra sem tengjast þeirra sérsviði. Einnig erum við svo heppin að fá til okkar þjóðþekkta söngvara og lagasmiði í spjall við hópinn og hafa það verið yndislegar og lærdómsríkar stundir .

Fyrsti hópurinn okkar lauk námi í apríl 2018 og tók hver og einn upp frumsamið lag í stúdíói og var svo slegið í tónleika á Bryggjunni Brugghús og afraksturinn kynntur fyrir troðfullum sal og vorum við að springa úr stolti.

Erum við gríðarlega spennt að hefja vinnu með nýjum hópi í haust.

Ef þú vilt kynna þér þetta nám betur að þá finnurðu allar upplýsingar um það HÉR 

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin