Ný vefsíða í loftið – Góðir hlutir gerast hægt…og mikil ósköp sem við erum stolt að kynna til leiks þetta þarfaþing sem nefnist SÖNGSTEYPAN.IS !:-)
Þessi síða hefur það að markmiði að aðstoða okkur við það að halda ykkur og öllum hinum upplýstum um allt “hvað hvernig hvenær hversvegna “ sem þið viljið vita:-) Þannig að ef þú vilt forvitnast um hvað við bjóðum upp á, hvenær það er á dagskrá, hvað er hvað og hvað það kostar að þá á þessi siða að sjá um að svara þeim spurningum sem á ykkur brenna!

SÖNGSTEYPAN Complete Vocal Studíó er nýtt nafn á skólanum okkar sem áður hét bara Complete Vocal Studíó og þar sem okkar upplifun var sú að fáir gætu munað það skrítna nafn að þá varð úr að endurskíra:-)
Skólinn hefur verið starfandi síðan 2006 og nú hefjum við okkar 12.starfsár uppfull af orku, söngþörf og sköpunargleði!
Við ætlum að bjóða upp á “gömlu góðu” kynningarnámskeiðin og 3ja mánaða grunn og framhaldsnámið þannig að þið ykkar sem eruð alltaf á leiðinni…NÚ ER LAG:-)
Nýjasta námið hjá okkur heitir “Samsteypan” og er að okkar eigin mati alger snilld! Þar fórum við “all in” í það að þróa og prófa okkur áfram með draumanámið sem að okkar mati hefur vantað í flóruna hingað til.

í Samsteypunni erum við með mjög einbeittan brotavilja í því að sjóða saman söngvaranum, laga og/eða textahöfundinum, skemmtikraftinum og persónunni í eina heild.
Þetta er kennt í 7 helgarlotum og hentar mjög vel fyrir þá sem vilja taka næsta skref og fara að vinna að eigin tónlist/textasmíð, þróa & móta sjálfan sig í tónlistinni, allt undir handleiðslu CVT kennarar, laga og textahöfunda og fagfólks úr tónlistarbransanum hérlendis og erlendis frá.
Eins og þið kannksi lesið á milli línanna að þá þykir okkur frakar skemmtilegt í vinnunni og erum stolt af því góða starfi sem hér fer fram með því góða fólki sem með okkur starfar – svona skóli byggir númer 1, 2 og 10 á fólki og þar eru söngvararnir sem til okkar leita fremtir í flokki:-)

En sumsé…SÖNGSTEYPAN.IS er hér með komin í loftið…NJÓTIÐ og SYNGIÐ:-)

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin