Logic Pro X Námskeið með ZÖE

Tveggja daga námskeið

  • 24 - 25 ágúst 2019
  • 10 klst
  • 10-12

Námskeiðið er fyrir listamenn og tónlistarfólk sem vill læra grunninn í Logic Pro X, víkka tæknilegan grunn sinn og þannig orðið upptökustjóri á sinni tónlist. Ef þú ert byrjandi og hefur áhuga á að læra hvernig þú tekur lagahugmyndir þínar upp, útsetur þær á þann hátt sem þú vilt og hvernig á að gera gott demo, þá er þetta námskeiðið fyrir þig!

Á þessu tveggja daga námskeiði munu þáttakendur læra grunnatriðin í Logic Pro X.

Ef þú ert byrjandi og hefur áhuga á að læra hvernig þú tekur lagahugmyndir þínar upp, útsetur þær á þann hátt sem þú vilt og hvernig á að gera gott demo, þá er þetta námskeiðið fyrir þig!

Þú munt læra allt sem þú þarft að vita um hvernig Logic Pro X virkar, hvernig á að taka upp raddir, hljóðfæri og upptökur á midi hljómborði og finna þannig þinn hljóm, hvernig á að velja hljóðfræði úr forritinu, hvernig á að nota mismunandi effecta eins og reverb, delay, distortion, compression og marga fleiri, auk þess sem þú lærir að mixa og útsetja þitt eigið lag.

Eftir helgina munt þú hafa innblástur og metnað í að taka þína eigin tónlist frá hugmynd að alvöru lagi með hjálp Logic Pro X.

Kennari á námskeiðinu er hin dásamlega og hæfileikaríka ZÖE. ZÖE er laga- og textahöfundur og upptökustjóri, upprunalega frá Los Angeles en er búsett í Reykjavík. Hún er með gráðu í Audio Engineering frá Musician’s Institute og SAE (School of Audio Engineering). Tónlist hennar hefur verið notuð í ótalmörgum sjónvarpsþáttum hjá FOX,Netflix og Warner bros. Nú nýlega var tónlist hennar notuð í kvikmynd Baldvin Z, Lof mér að falla. Auk þess starfar hún með listamönnum jafnt í Bandaríkjunum sem og í Reykjavík við lagasmíðar og upptökur.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Dagsetningar: 
24-25 ágúst 2019 

Fjöldi Þátttakenda:
10 – 12 í hverjum hóp

Kennari: 
ZÖE

Verð og greiðslutilhögun
Námið kostar 34.900 kr.
Við bókun greiðist 10.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst! 
Hægt að skipta í 2-3 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: info@songsteypan.is

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ