Leiklist frá ýmsum hliðum

Námskeiðið er ætlað 20 ára og eldri sem hafa brennandi áhuga á leiklist, vilja auka færni sína, styrkja sjálfstraust og kynnast mismunandi nálgunum í leiklistarsköpun. Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa reynslu af leiklist sem og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur fái fjölbreytta innsýn og þjálfun í sköpunarferli leikarans og kynnist betur styrkleikum sínum sem og veikleikum. Unnið er í litlum hóp þar sem andrúmsloft einkennist af trausti og hreinskilni. Þetta krefjandi námskeið gerir leikaranum kleift að nýta sér kunnáttu sína og leikni strax að því loknu.

  • Þjálfun í líkamsbeitingu og leiktækni.
  • Complete Vocal raddtæknin kynnt og farið yfir hvernig hún getur gagnast leikurum sem og söngvurum.
  • Þjálfun í persónusköpun og textagreiningu.
  • Áhrifaríkar aðferðir í senuvinnu kynntar.
  • Farið verður í grunnatriði spuna.
  • Aðferðir devised-(samsköpunar)leikhússins skoðaðar.
  • Farið verður yfir muninn á mismunandi stílum, leikhúsi, kvikmyndum, söngleikjum.
  • Rýnt í uppsetningarferli leiksýninga frá ýmsum hliðum.

Upphaf náms:

14. september 2021

Dagsetningar:

Kennt annan hvern mánudag og fimmtudag (í sömu viku) í 4 tíma í senn frá

kl.18:00 – 22:00, samtals 48 kennslustundir.

Fjöldi Þátttakenda:

8 – 10 í hverjum hóp

Kennarar:

Kennari námskeiðisins er Bjartmar Þórðarson, sem er útskrifaður leikari frá The Webber Douglas Academy of Dramatic Art, leikstjóri frá Rose Bruford College – MA Advanced Theatre Practices, CVT söngkennari frá Complete Vocal Institute og bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands.

Verð og greiðslutilhögun:

Námið kostar 79.900 kr.

Við bókun greiðist 15.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.

Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!

Hægt að skipta í 2-3 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt

Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: INFO@SONGSTEYPAN.IS