LAGASMÍÐAr

Á BORGARFIRÐI EYSTRA - 4 DAGAR

Námskeiðið hentar fyrir alla þá, 20 ára og eldri sem vilja gefa sér tíma í að skapa og semja, fá fræðslu um lagasmíðar og hugmyndavinnu, kynnast öðru tónlistarfólki og njóta þess alls í stórbrotnu landslagi Borgarfjarðar eystra.

Fjögurra daga lagasmíðabúðir þar sem lögð er áhersla á bæði kennslu jafnt og sköpun.

Hver dagur byrjar á 90 mínútna fyrirlestri um lagasmíðar, hugmyndavinnu og sköpun.

Þátttakendum er síðan skipt upp í 2-3 manna hópa og markmið hvers dags er að semja lag frá grunni. Kennararnir heimsækja svo alla hópa reglulega yfir daginn og gefa ráð og hjálpa hópunum að sínu markmiði. Að kvöldi skilar hver hópur inn demó af sínu lagi og svo er haldið hlustunar”session” þar sem öll lög dagsins eru spiluð fyrir alla þátttakendur.

Næsta dag eru síðan nýir hópar, þannig að hver aðili verður í þremur hópum yfir námskeiðið og stækkar þannig tengslanetið sitt um muna.

Að lokum síðasta dags verða tónleikar þar sem allir þátttakendur eru hvattir til að koma fram, hvort sem það er með því að flytja eitthvað af lögunum sem urðu til í búðunum, syngja sitt uppáhalds lag eða syngja frumsamið.

Námskeiðið er styrkt af verkefninu Betri Borgarfjörður.

Dagsetningar: 
4 – 7. mars 2021

Byrjað verður á fimmtudegi klukkan 11:00 og fram á sunnudag kl 16:00.

Fjöldi Þátttakenda:
12-15 manns

Kennarar: 
Hildur Kristín tónlistarkona og upptökustjóri
Aldís Fjóla tónlistarkona og CVT kennari

Verð og greiðslutilhögun:
Námið kostar kr.49.500.

Innifalið í verðinu er:
– Kennsla og leiðsögn kennara.
– Gisting í Bjábjörgum í þrjár nætur, fimmtudag til sunnudags. – sjá https://blabjorg.is/
– Morgun-, hádegis- og kvöldmatur ásamt hressingu í fjóra daga.
– Aðgangur að Musterinu heilsulind.

ATH! Ferðakostnaður er ekki innifalinn.

Við bókun greiðist kr.12.000 í staðfestingargjald sem er óendurkræft.

Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!
Hægt að skipta í allt að fimm greiðslur.

Við hvetjum alla til að athuga með styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 (ALDÍS) EÐA Á NETFANG info@songsteypan.is

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ