Lagasmíðakvöld

með Viktoria Siff, lagahöfundi, söngkonu og CVT kennara.

Kvöldið er fyrir alla þá sem vilja fikta sig áfram í lagasmíðaheiminum, byrjendur sem lengra komna.

Viktoria, sem er þekktur og þrautreyndur lagahöfundur, er á leiðinni til Íslands í fyrsta skipti til að vinna með og leiðbeina okkar fólki í SAMSTEYPUNNI.

Til að dreifa gleðinni örlítið að þá ákváðum við í sameiningu að það væri BESTA HUGMYND Í HEIMI að halda sér lagasmíðakvöld með henni og bjóða þá ALLA ÁHUGASAMA velkomna:-)

Þetta er svona kvöld til að koma og fikta sig áfram, hitta aðra sem eru að fikta sig áfram og sjá hvort að það gerist ekki eitthvað gott og gaman! Og þú þarft ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði önnur en þau að vera orðin 18 ára og hafa brennandi áhuga!

Viktoria býr þessa stundina í Los Angeles þar sem hún vinnur með bestu lagahöfundum og upptökustjórum í bransanum sem semja hvern smellinn á fætur öðrum fyrir listamenn á borð við Ariana Grande, Justin Bieber, Celine Dion, Chris Brown, Miley Cyrus og Drake. Hún bjó einnig lengi í London og hefur á löngum ferli unnið með og samið lög fyrir listamenn á borð við Alicia Keys, Macy Gray, Malu, Boyzone, Medina, Olivia Holt og engan annan en okkar eina sanna Pál Óskar en hún var meðhöfundur af laginu “Ást sem endist” sem fór auðvitað beint á toppin hér á Íslandi.

Viktoría er margverðlaunuð fyrir sína góðu vinnu og núna á síðasta ári var hún heiðruð af danska lagahöfundasambandinu DPA . Á kvöldinu fer Viktoria yfir hvernig hún semur ein og með öðrum og þið spreytið ykkur á lagasmíðum undir hennar leiðsögn.

Við hvetjum alla áhugasama til að láta þetta ekki fram hjá sér fara og skrá sig sem fyrst þar sem takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Dagsetning: 
27. ágúst 2020 kl: 18-22.

Fjöldi Þátttakenda:
10-12 manns

Kennari: 
Viktoria Siff, lagahöfundur, söngkona og CVT kennari.

Verð og greiðslutilhögun
8500 kr. 

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 669-4463 EÐA EMAIL: info@songsteypan.is

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ