Okkar frábæru kennarar

hjá söngsteypunni

Aldís Fjóla

Eigandi og CVT kennari

Sveitastúlkan Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir kemur frá Borgarfirði eystra og hefur sungið síðan hún mundaði hárbursta sem míkrófón í æsku. Hún hefur tekið þátt í söngveislum um land allt og hefur meðal annars sést í The Voice og spurningaþættinum Poppsvari þar sem hún ræraði sig inn í hjörtu þjóðarinnar.
Eftir að hafa lært klassískan og jazzsöng frá 17 ára aldri, kynntist Aldís Fjóla CVT tækninni árið 2006 og heillaðist gjörsamlega að hugmyndafræðinni. Hún lauk kennararéttindum frá Complete Vocal Institute árið 2020.  Sama ár gaf Aldís Fjóla út sína fyrstu sólóplötu, sem ber nafnið Shadows, í samvinnu við Stefán Örn Gunnlaugsson.

Bjartmar Þórðar

CVT kennari

Bjartmar Þórðarson er söngvari, leikari og leikstjóri. Hann lærði leik og leikstjórn í Bretlandi og hefur komið víða við á sviði sem utan þess, sungið og/eða leikið á flestum sviðum borgarinnar og leikstýrt á nokkrum þeirra. Hann er einnig fársjúkur fasteignaperri og elskar að gera upp gömul hús, því ljótari og skítugri því betra.
Bjartmar hefur mjög gaman af því að galdra það besta út úr leikurum og söngvurum og notar hann til þess reynslu sína af leik og leikstjórn sem og hina mögnuðu Complete Vocal tækni, sem hann hefur verið að læra í Kaupmannahöfn undanfarin misseri.

Hildur

Kennari í lagasmíðum

Hildur er tónlistarkona og lagahöfundur sem er þekkt fyrir hressa popptónlist og grípandi melódíur.
Hún byrjaði 18 ára í bransanum sem söngkona og sellóleikari hljómsveitarinnar Rökkurró og túraði Evrópu og gaf út nokkrar plötur með þeim áður en hún hóf sólóferil sinn árið 2016 undir nafninu Hildur. Hún fékk Íslensku Tónlistarverðlaunin 2017 fyrir lag ársins, I’ll Walk With You og komst í úrslit söngvakeppninnar sama ár með lagið Bammbaramm, sem festist harkalega á heilum margra. Hildur vinnur einnig sem lagahöfundur fyrir aðra listamenn og hefur tekið þátt í lagasmíðabúðum og sessionum til dæmis í Berlín, Los Angeles, Stokkhólmi, Hamborg, Osló og Síerra Leone. Hún hefur í seinni tíð einnig haldið ýmis námskeið í lagasmíðum og kemur nú til liðs við Söngsteypuna sem lagasmíðakennari.

Birgir Örn

Kennari í Samsteypunni

Birgir Örn er fjöllistamaður og sálfræðingur. Hann starfaði um árabil með hljómsveitinni Maus og á það til að skrifa kvikmyndahandrit þegar vel liggur á honum og hefur hann unnið til verðlauna á báðum sviðum. Hann hefur 10 ára starfsreynslu sem blaðamaður og var aldrei latur í unglingavinnunni. Hann hefur einstakan áhuga á fólki og þeim kröftum sem fær það til þess að skapa og leika sér. Birgir Örn sér um að leysa úr læðingi sköpunarkraft þeirra söngvara sem eru í Samsteypunni og vinnur með þeim í textagerð og lagasmíðum.

Helgi Reynir

Píanóleikari

Helgi hóf píanónám 5 ára gamall og hefur verið nörd alla tíð síðan.
Meðfram því að spila á píanó, gítar, bassa, trommur, harmonikku og básúnu seldi hann einnig föt í herrafataversluninni Dressmann um árabil og hefur því heilmikla reynslu í fatageiranum, hvernig svo sem það kemur nokkrum að gagni.
Helgi hefur fengist við sennilega allt sem viðkemur tónlist og hefur einstaklega gaman að því að vinna með öðru fólki, aðallega skemmtilegu fólki samt.
Samfara því að vera einstakur stuðpinni sér Helgi um undirleik í söngtímum hjá CVS og við kunnum honum miklar þakkir fyrir, enda óneitanlega best klæddi kennarinn á gólfinu! 🙂

Ágústa Ósk

CVT kennari

Ágústa Ósk kláraði kennaranám úr Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn árið 2009.  Síðan þá hefur hún starfað hjá Söngsteypunni ásamt því að starfa sem félagsráðgjafi.  Með þessu öllu syngur hún auðvitað af lífi og sál og er m.a. í Reykjavík Gospel Company.  Ágústa heldur utan um námskeiðið okkar „söngur og sjálfstraust“ af sinni alkunnu og miðlar af visku sinni og reynslu.

Vignir Snær

Upptökustjóri.

Vignir byrjaði að læra á gítar þegar hann var 9 ára og er í dag einn af virtari tónlistarmönnum landsins.  Hann varð fyrst þekktur með hljómsveitinni Írafár og hefur síðan starfað með öllum helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar.  Hann er snillingur á gítarinn, afkastamikill lagasmiður og afbragðs söngvari.  Hann er einnig vel þekktur sem „pródusent“ $ upptökustjóri og hefur starfað sem tónlistarstjóri í sjónvarpi og leikhúsi, má þar m.a nefna Idol, X-Fagtor, The Voice, Hárið, Grease og Footloose.  Vignir er leiðbeinandi og upptökustjóri hjá Söngsteypunni.

Sylvía Rún

CVT kennari

Söngkonan Sylvía Rún kemur frá Grundarfirði og hefur hún, eins og allt hennar fólk, sungið frá því hún man eftir sér. Hún stundaði nám við tónlistarskóla FÍH. Þar kynntist hún Complete Vocal tækninni, gjörsamlega féll fyrir henni og gleypti hana í sig. Sylvía hefur einnig tekið þátt í hinu íslenska Idoli tvisvar og staðfesti það fyrir henni að tónlistin er þar sem hún á heima. Hún elskar að leiðbeina ungum og efnilegum söngvurum og er nú að stunda söngkennaranám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn samhliða kennslu.

Þórunn Erna Clausen

CVT kennari

Þórunn er söngkona, leikari, leikstjóri, lagahöfundur, voice over artisti og útskrifaður CVT kennari. Hún hefur starfað víða sem leikkona í leikritum og söngleikjum, bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún hefur tvisvar verið tilnefnd til Edduverðlaunanna og Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn. Hún hefur samið fjölmörg lög og lagatexta fyrir aðra listamenn og sig sjálfa en hún samdi m.a. Eurovision framlög okkar Íslendinga 2018 og 2011 en þá söng hún líka bakraddir, ásamt því að sjá um leikstjórnina á atriðunum á sviði og raddþjálfun söngvara. Þórunn á Íslandsmet í söngtextum í Söngvakeppninni eða 17 texta. Hún útskrifaðist sem CVT kennari frá Kaupmannahöfn árið 2016 en hefur kennt söng í söngskólanum Vocal Art sem og í Kvikmyndaskólanum um árabil ásamt því að leikstýra söngleikjum. Hún starfar einnig mikið við auglýsingalestur, talsetningu á teiknimyndum og hljóðbókalestur, í raun má segja að röddin og allt sem hægt er að gera með henni sé eitt af hennar stærstu áhugamálum. Þórunn elskar að miðla af fjölbreyttri reynslu sinni í sviðslistum og söng til að hjálpa listamönnum að ná sínum allra besta árangri og láta drauma sína rætast.

Birgir Þórisson

Píanóleikari

Birgir er sprenglærður tónlistarmaður frá Akranesi. Hann hefur í gegnum tíðina reynt að verða eins fjölhæfur og honum er unnt, og er því tónlistarbakgrunnur hans allskonar – allt frá klassík og yfir í popp,djass og rokk. Hann hefur komið fram sem píanó/hljómborðsleikari í leikhúsum, tónleikum, spilað með söngvurum, hljómsveitum og kórum og ferðast um allt land með sveitaballaböndum og er gríðarlega góður að halda uppi stuði hvert sem hann fer.

Hera Björk

CVT kennari

Hera Björk hefur sungið, leikið og skemmt fólki um árabil hér á landi og víðs vegar um heiminn.  Hera Björk var ein af fyrstu íslendingunum til að leggja stund á CVT í Kaupmannahöfn og útskrifaðist sem kennari árið 2008. Hún vann hjá “Complete Vocal Institute” þegar hún bjó í Danmörku og kenndi tæknina “hist og her” um Evrópu. Hera leggur mikin metnað í það að leiðbeina öðrum söngvurum og styðja í átt að markmiðum sínum. Nýlega hóf hún svo feril sem fasteignasali (Lgf.) hjá Fasteignasölu Reykjavíkur og er því óhætt að segja að henni leiðist sjaldan.
Hera hefur óbilandi ástríðu fyrir öllu tónlistarstarfi og finnst fátt skemmtilegra en að hjálpa öðrum söngvurum að vaxa og dafna og hafa söngvarar sem hafa lagt leið sína í skólann notið góðs af því.

Malen Áskels

Leiðbeinandi

Malen hefur verið að syngja frá barnsaldri og byrjaði að taka að sér “gigg” með systur sinni sem unglingur. Hún lék einnig í mörgum skólaleikritum sem barn og unglingur og hefur mikinn áhuga á að hjálpa fólki með sviðsframkomu og sjálfsöryggi. Árið 2019 útskrifaðist Malen úr skólanum Complete Vocal Institute með diplómu í söng og hefur einnig lokið Samsteypunni hjá Söngsteypunni. Malen er 22 ára og er að taka sín fyrstu skref í tónlistarbransanum á Íslandi en hún hefur gefið út fjögur frumsamin lög.

Jón Ingimundarson

Píanóleikari

Jón hóf nám við Tónlistarskólann á Hólmavík fimm ára gamall á blokkflautu en skipti snarlega yfir á orgel, og leiddist síðar út í klassískt píanónám. Freistingarnar enduðu ekki þar, því á unglingsárunum hafði hann svo leiðst út í að spila með eyranu og læra hljóma. Það átti eftir að koma sér vel í menntaskóla því þá kunni hann að spila hljóma eftir eyranu sem greiddi svo aðgang hans að hljómsveitastússi af ýmsu tagi. Hann hóf nám í jazzpíanóleik við Tónlistarskóla FÍH árið 2008 og úskrifaðist þaðan árið 2015. Meðfram náminu hefur Jón spilað með eða án einvalaliðs tónlistarfólks við hin ýmsu tilefni, s.s. kokteilboð, árshátíðir, leiksýningar, söngleiki, skírnir, útskriftir, fermingar, giftingar, skilnaði, hljóðritun, útihátíðir, tónleika, o.fl., o.fl.

Aldís Fjóla

Eigandi og CVT kennari

Sveitastúlkan Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir kemur frá Borgarfirði eystra og hefur sungið síðan hún mundaði hárbursta sem míkrófón í æsku. Hún hefur tekið þátt í söngveislum um land allt og hefur meðal annars sést í The Voice og spurningaþættinum Poppsvari þar sem hún ræraði sig inn í hjörtu þjóðarinnar. Eftir að hafa lært klassískan og jazzsöng frá 17 ára aldri, kynntist Aldís Fjóla CVT tækninni árið 2006 og heillaðist gjörsamlega að hugmyndafræðinni. Hún lauk kennararéttindum frá Complete Vocal Institute árið 2020.  Sama ár gaf Aldís Fjóla út sína fyrstu sólóplötu, sem ber nafnið Shadows, í samvinnu við Stefán Örn Gunnlaugsson.

Bjartmar Þórðar

CVT Kennari

Bjartmar Þórðarson er söngvari, leikari og leikstjóri. Hann lærði leik og leikstjórn í Bretlandi og hefur komið víða við á sviði sem utan þess, sungið og/eða leikið á flestum sviðum borgarinnar og leikstýrt á nokkrum þeirra. Hann er einnig fársjúkur fasteignaperri og elskar að gera upp gömul hús, því ljótari og skítugri því betra.
Bjartmar hefur mjög gaman af því að galdra það besta út úr leikurum og söngvurum og notar hann til þess reynslu sína af leik og leikstjórn sem og hina mögnuðu Complete Vocal tækni, sem hann hefur verið að læra í Kaupmannahöfn undanfarin misseri.

Hildur

Kennari í lagasmíðum

Hildur er tónlistarkona og lagahöfundur sem er þekkt fyrir hressa popptónlist og grípandi melódíur.
Hún byrjaði 18 ára í bransanum sem söngkona og sellóleikari hljómsveitarinnar Rökkurró og túraði Evrópu og gaf út nokkrar plötur með þeim áður en hún hóf sólóferil sinn árið 2016 undir nafninu Hildur. Hún fékk Íslensku Tónlistarverðlaunin 2017 fyrir lag ársins, I’ll Walk With You og komst í úrslit söngvakeppninnar sama ár með lagið Bammbaramm, sem festist harkalega á heilum margra. Hildur vinnur einnig sem lagahöfundur fyrir aðra listamenn og hefur tekið þátt í lagasmíðabúðum og sessionum til dæmis í Berlín, Los Angeles, Stokkhólmi, Hamborg, Osló og Síerra Leone. Hún hefur í seinni tíð einnig haldið ýmis námskeið í lagasmíðum og kemur nú til liðs við Söngsteypuna sem lagasmíðakennari.

Birgir Örn

Kennari í Samsteypunni

Birgir Örn er fjöllistamaður og sálfræðingur. Hann starfaði um árabil með hljómsveitinni Maus og á það til að skrifa kvikmyndahandrit þegar vel liggur á honum og hefur hann unnið til verðlauna á báðum sviðum. Hann hefur 10 ára starfsreynslu sem blaðamaður og var aldrei latur í unglingavinnunni. Hann hefur einstakan áhuga á fólki og þeim kröftum sem fær það til þess að skapa og leika sér. Birgir Örn sér um að leysa úr læðingi sköpunarkraft þeirra söngvara sem eru í Samsteypunni og vinnur með þeim í textagerð og lagasmíðum.

Helgi Reynir

Píanóleikari

Helgi hóf píanónám 5 ára gamall og hefur verið nörd alla tíð síðan.
Meðfram því að spila á píanó, gítar, bassa, trommur, harmonikku og básúnu seldi hann einnig föt í herrafataversluninni Dressmann um árabil og hefur því heilmikla reynslu í fatageiranum, hvernig svo sem það kemur nokkrum að gagni.
Helgi hefur fengist við sennilega allt sem viðkemur tónlist og hefur einstaklega gaman að því að vinna með öðru fólki, aðallega skemmtilegu fólki samt.
Samfara því að vera einstakur stuðpinni sér Helgi um undirleik í söngtímum hjá CVS og við kunnum honum miklar þakkir fyrir, enda óneitanlega best klæddi kennarinn á gólfinu! 🙂

Ágústa Ósk

CVT kennari

Ágústa Ósk kláraði kennaranám Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn árið 2009.  Síðan þá hefur hún starfað hjá Söngsteypunni ásamt því að starfa sem félagsráðgjafi.  Með þessu öllu syngur hún auðvitað af lífi og sál og er m.a. í Reykjavík Gospel Company.  Ágústa heldur utan um námskeiðið okkar „söngur og sjálfstraust“ af sinni alkunnu og miðlar af visku sinni og reynslu.

Vignir Snær

Upptökustjóri.

Vignir byrjaði að læra á gítar þegar hann var 9 ára og er í dag einn af virtari tónlistarmönnum landsins.  Hann varð fyrst þekktur með hljómsveitinni Írafár og hefur síðan starfað með öllum helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar.  Hann er snillingur á gítarinn, afkastamikill lagasmiður og afbragðs söngvari.  Hann er einnig vel þekktur sem „pródusent“ $ upptökustjóri og hefur starfað sem tónlistarstjóri í sjónvarpi og leikhúsi, má þar m.a nefna Idol, X-Fagtor, The Voice, Hárið, Grease og Footloose.  Vignir er leiðbeinandi og upptökustjóri hjá Söngsteypunni.

Birgir Þórisson

Píanóleikari

Birgir er sprenglærður tónlistarmaður frá Akranesi. Hann hefur í gegnum tíðina reynt að verða eins fjölhæfur og honum er unnt, og er því tónlistarbakgrunnur hans allskonar – allt frá klassík og yfir í popp,djass og rokk. Hann hefur komið fram sem píanó/hljómborðsleikari í leikhúsum, tónleikum, spilað með söngvurum, hljómsveitum og kórum og ferðast um allt land með sveitaballaböndum og er gríðarlega góður að halda uppi stuði hvert sem hann fer.

Sylvía Rún

CVT kennari.

Söngkonan Sylvía Rún kemur frá Grundarfirði og hefur hún, eins og allt hennar fólk, sungið frá því hún man eftir sér. Hún stundaði nám við tónlistarskóla FÍH. Þar kynntist hún Complete Vocal tækninni, gjörsamlega féll fyrir henni og gleypti hana í sig. Sylvía hefur einnig tekið þátt í hinu íslenska Idoli tvisvar og staðfesti það fyrir henni að tónlistin er þar sem hún á heima. Hún elskar að leiðbeina ungum og efnilegum söngvurum og er nú að stunda söngkennaranám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn samhliða kennslu.

Þórunn Erna Clausen

CVT kennari

Þórunn er söngkona, leikari, leikstjóri, lagahöfundur, voice over artisti og útskrifaður CVT kennari. Hún hefur starfað víða sem leikkona í leikritum og söngleikjum, bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún hefur tvisvar verið tilnefnd til Edduverðlaunanna og Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn. Hún hefur samið fjölmörg lög og lagatexta fyrir aðra listamenn og sig sjálfa en hún samdi m.a. Eurovision framlög okkar Íslendinga 2018 og 2011 en þá söng hún líka bakraddir, ásamt því að sjá um leikstjórnina á atriðunum á sviði og raddþjálfun söngvara. Þórunn á Íslandsmet í söngtextum í Söngvakeppninni eða 17 texta. Hún útskrifaðist sem CVT kennari frá Kaupmannahöfn árið 2016 en hefur kennt söng í söngskólanum Vocal Art sem og í Kvikmyndaskólanum um árabil ásamt því að leikstýra söngleikjum. Hún starfar einnig mikið við auglýsingalestur, talsetningu á teiknimyndum og hljóðbókalestur, í raun má segja að röddin og allt sem hægt er að gera með henni sé eitt af hennar stærstu áhugamálum. Þórunn elskar að miðla af fjölbreyttri reynslu sinni í sviðslistum og söng til að hjálpa listamönnum að ná sínum allra besta árangri og láta drauma sína rætast.

Hera Björk

CVT kennari

Hera Björk hefur sungið, leikið og skemmt fólki um árabil hér á landi og víðs vegar um heiminn. Hera Björk var ein af fyrstu íslendingunum til að leggja stund á CVT í Kaupmannahöfn og útskrifaðist sem kennari árið 2008. Hún vann hjá “Complete Vocal Institute” þegar hún bjó í Danmörku og kenndi tæknina “hist og her” um Evrópu. Hera leggur mikin metnað í það að leiðbeina öðrum söngvurum og styðja í átt að markmiðum sínum. Nýlega hóf hún svo feril sem fasteignasali (Lgf.) hjá Fasteignasölu Reykjavíkur og er því óhætt að segja að henni leiðist sjaldan.
Hera hefur óbilandi ástríðu fyrir öllu tónlistarstarfi og finnst fátt skemmtilegra en að hjálpa öðrum söngvurum að vaxa og dafna og hafa söngvarar sem hafa lagt leið sína í skólann notið góðs af því.

Malen Áskels

Leiðbeinandi

Malen hefur verið að syngja frá barnsaldri og byrjaði að taka að sér “gigg” með systur sinni sem unglingur. Hún lék einnig í mörgum skólaleikritum sem barn og unglingur og hefur mikinn áhuga á að hjálpa fólki með sviðsframkomu og sjálfsöryggi. Árið 2019 útskrifaðist Malen úr skólanum Complete Vocal Institute með diplómu í söng og hefur einnig lokið Samsteypunni hjá Söngsteypunni. Malen er 22 ára og er að taka sín fyrstu skref í tónlistarbransanum á Íslandi en hún hefur gefið út fjögur frumsamin lög.

Jón Ingimundarson

Píanóleikari

Jón hóf nám við Tónlistarskólann á Hólmavík fimm ára gamall á blokkflautu en skipti snarlega yfir á orgel, og leiddist síðar út í klassískt píanónám. Freistingarnar enduðu ekki þar, því á unglingsárunum hafði hann svo leiðst út í að spila með eyranu og læra hljóma. Það átti eftir að koma sér vel í menntaskóla því þá kunni hann að spila hljóma eftir eyranu sem greiddi svo aðgang hans að hljómsveitastússi af ýmsu tagi. Hann hóf nám í jazzpíanóleik við Tónlistarskóla FÍH árið 2008 og úskrifaðist þaðan árið 2015. Meðfram náminu hefur Jón spilað með eða án einvalaliðs tónlistarfólks við hin ýmsu tilefni, s.s. kokteilboð, árshátíðir, leiksýningar, söngleiki, skírnir, útskriftir, fermingar, giftingar, skilnaði, hljóðritun, útihátíðir, tónleika, o.fl., o.fl.