helgarnámskeið í söng

Skagafirði

Helgarnámskeið í söng er sniðið fyrir öll þau sem vilja bæta söngkunnáttu sína.  Kúrsinn er opin jafnt rytmískum sem og klassískum söngvurum / leikurum 16 ára og eldri. í lokinn munu þátttakendur hafa náð betri stjórn á röddinni. Meginmarkmið námskeiðsins er að hver söngvari nái persónulegum árangri og sjái framför aðallega í tæknilegum skilningi og geti nýtt sér á sínum vettvangi.

Persónuleg framför söngvarans:
Kynning á Complete Vocal tækninni og hvernig hægt er að nýta hann í mismunandi söngstílum.
Öðlast praktíska þekkingu og kunnáttu á röddinni og söngtækni.
Algeng vandamálí söng markmiðasetning og sjálfsefling:
Raddvandamál þ.e.s.s. hæsi, hnútar osfrv. Fyrirbyggjandi aðgerðir
Túlkun og framkoma:
Nemendum er kennt í hóp og er unnið í andrúmslofti sem einkennist af trausti og hreinskilni. Þátttakendur munu deila með sér ítarlegri þekkingu og reynslu í lærdómsferli sem dregur fram listræna styrkleika og veikleika hvers og eins. Þetta krefjandi og árangursríka námskeið gerir söngvaranum kleift að nýta sér kunnáttu sína og leikni strax að því loknu.

Dagsetningar
3.-5 september 2021

Kennt eftirfarandi tíma:
Föstudagur kl. 18-22
Laugardagur kl.11-16/17
Sunnudagur kl. 11 – 16/17
Samtals 14 – 16 tímar, fer eftir þátttökufjölda.

Það verður hádegishlé á laugardegi og sunnudegi klukkan 13:00

Námskeiðið fer fram í félagsheimilinu Ljósheimum.

Fjöldi Þáttakenda:
8-12 í hverjum hóp

Kennarar:
Kennari á námskeiðinu er Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir, tónlistarkona, CVT raddþjálfi og skólastýra Söngsteypunnar.

Verð & greiðslutilhögun
Námið kostar 24.900 kr.
Við bókun greiðist 8000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!
Hægt að skipta í 2 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt

Við hvetjum alla til að athuga með styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.

*Allar ítarlegri upplýsingar veitir Aldís Fjóla í s. 699-4463 eða með því að senda póst á: info@songsteypan.is

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ