Einkatímar í söng hjá Söngsteypunni henta öllum 18 ára og eldri sem vilja kynnast raddtækni og hljóðfærinu sínu betur með Complete Vocal tækninni.
Í einkatímum koma söngvarar með þau lög sem þau vilja vinna með og gott er að koma með nokkur til að velja úr í hverjum tíma. Fyrsti tími fer oftast í að kynna CVT tæknina og hvaða möguleikar eru í boði með henni og síðan er sungið eftir það.
Kennararnir Aldís Fjóla og Bjartmar sjá um einkatíma Söngsteypunnar.
1 einkatími 50 mínútur: 10.000 kr.
5 einkatímar: 47.500 kr.
Einkatímar í söng og upptaka í stúdíó
2x tímar hjá Aldísi Fjólu, CVT raddþjálfa og stúdíótími hjá Stúdíó Nice Productions (Vignir Snær) þar sem tekið er upp eitt lag að eigin vali. Píanóleikari verður í einum söngtíma og í stúdíóinu.
Kr. 70.000
Hægt er að bæta við einkatímum eins og þið viljið fyrir framan stúdíótímann.
Einkatími í bransaspjalli
Vantar þig hjálp við skráningu á laginu þínu, skrifa texta um þig sem tónlistarmann, upplýsingar um hvert á að senda lög fyrir útvarp eða hvernig þú getur haldið tónleika?
Vantar þig kannski hjálp við að átta þig á hvar þú átt að byrja?
Hægt er að koma í bransaspjall til Aldísar Fjólu og hún aðstoðar þig við að henda þér út í djúpu bransalaugina.
Einkatími 1 klst. – 12.000 kr.
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið skrá ykkur í einkatíma, ekki hika við að senda póst á aldis@songsteypan.is eða hringja í síma 6994463.