LAGASMÍÐABRÆÐINGUR

Á BORGARFIRÐI EYSTRA - 5 DAGAR

  • 5 dagar
  • 24.júlí
  • 20

Söngsteypan, í samstarfi við Bræðsluna, býður nú upp á LAGASMÍÐABRÆÐING sem fer fram í kringum tónlistarhátíðina BRÆÐSLUNA á Borgarfirði eystra dagana 24.-28.júlí 2019.

Lagasmíðabræðingurinn er sniðinn fyrir alla þá sem vilja setja stefnuna á að þróa sig áfram sem laga- og textahöfund og vilja opna fyrir listsköpun sína á sviði tónlistar. Hann er opinn öllum þeim sem vilja styrkja sig í að semja fyrir sig sem og fyrir aðra.

Í þessum Bræðing munu þáttakendur fá tækifæri til að vinna við sínar lagasmíðar í stórbrotnu umhverfi undir leiðsögn frá frábærum kennurum og þekktu tónlistarfólki. Unnið verður í andrúmslofti sem einkennist af trausti og hreinskilni. Þátttakendur munu í sameiningu öðlast þekkingu og reynslu og í lagasmíðum og draga fram listræna styrkleika og veikleika hvers og eins. Við vinnum í hópum og með einstaklingnum, allt eftir þörfum hvers og eins

Kennarar og gestakennarar:
Jónas Sig – Tónlistarmaður
Hera Björk – Tónlistarkona og CVT kennari
Aldís Fjóla – Tónlistarkona og CVT kennari
Magni Ásgeirsson – Tónlistarmaður og Bræðslustjóri
Áskell Heiðar Ásgeirsson – Viðburðar- og Bræðslustjóri
Fleiri gestakennarar verða tilkynntir bráðlega!

Dagsetningar: 
24.júlí 2019 – 28.júlí 2019

Fjöldi Þátttakenda:
Í boði eru 10 pláss með gistingu og 10 pláss án gistingar.

Kennarar: 
Jónas Sig – Tónlistarmaður
Hera Björk – Tónlistarkona og CVT kennari
Aldís Fjóla – Tónlistarkona og CVT kennari
Magni Ásgeirsson – Tónlistarmaður og Bræðslustjóri
Áskell Heiðar Ásgeirsson – Viðburðar- og Bræðslustjóri
Fleiri gestakennarar verða tilkynntir bráðlega!

Verð og greiðslutilhögun
Án gistingar: 79.900 kr.
Innifalið í verði: Kennsla og fyrirlestrar, leiðsögn og göngur um Borgarfjörð eystra og miði á Bræðsluna 2019.
Með gistingu: 129.900 kr.
Innifalið í verði: Gisting með morgunmat 23.-28.júlí í Álfheimum guesthouse, kennsla og fyrirlestrar, leiðsögn og göngur um Borgarfjörð eystra og miði á Bræðsluna 2019.

Við bókun greiðist 30.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.  Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en bræðingur hefst!
Hægt að skipta í 2-3 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greittt.

*ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 (ALDÍS) EÐA Á NETFANG info@songsteypan.is

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ